föstudagur, mars 16, 2007

Ég afgreiddi konu í vinnunni í dag sem kallaði 4-5 ára son sinn í sífellu "litla prinsinn sinn". Svo keypti hún allt sem hann benti á án þess að reyna að hafa hemil á honum. "Já ljósið mitt" og "Auðvitað prinsinn minn" var viðkvæðið.

Sá drengur á eftir að gera konur mjög hamingjusamar í framtíðinni.

Engin ummæli: