föstudagur, desember 07, 2007

Ég á í miklu sálarstríði þessa dagana. Mig dauðlangar að fjárfesta í mandarínukassa en ég er hrædd um að ef ég láti verða af því þá kaupi ég akkúrat kassann sem geymir vondu mandarínurnar. Þessar með vatnsbragði og of lausu hýði sem óspennandi er að skræla. Ég vil þær pínu súrar og stinnar, en það er bara ekkert sjálfgefið í þessum málum. Þó svo að maður laumist til að þukla á mandarínunum og reynir að velja besta kassann, þá er allt eins víst að mandarínurnar séu feik-stinnar. Það er ýkt algengt! Feik-mandarínur með feik-bragði, ohh. Í staðinn fyrir að hætta á að kaupa köttinn í sekknum ætla ég bara að ímynda mér að ég eigi fullt af góðum mandarínum. Nokkurs konar virtual-mandarin-experience. Það er svo átakanlega erfitt að verða fyrir vonbrigðum.

Engin ummæli: