þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Minniháttar taugaáfall

Áðan fékk ég tölvupóst frá Iceland Express sem bar titilinn "Ásdís, Kaupmannahafnarferðin er á næsta leyti" þar sem ég var minnt á það að um þarnæstu helgi stæði til að við Anna, Hanna og Una færum til Kaupmannahafnar. Svo fylgdu fullt af upplýsingum "sem gott gæti verið að hafa í huga áður en lagt er í hann", ásamt ábendingum um hvað skemmtilegt væri að gera í Köben.

"Bíddu, ha, til Kaupmannahafnar?!" hugsaði ég... og fékk svo vægt áfall.

Ég hringdi strax á skrifstofu Iceland Express og var sett á bið í heila eilífð, að mér fannst. Þegar ég loks náði sambandi stundi ég upp erindið, útskýrði að við ætluðum til London núna í mars... og svo heim frá Köben í júní.

Konan hló.

"Fyrirgefðu Ásdís, þetta var bilun í tölvukerfinu.. njóttu dvalarinnar í London!"

Engin ummæli: