þriðjudagur, apríl 06, 2004

Áðan fór rafmagnið af öllu húsinu. Ég var ein heima og þetta var því mjög spennandi. Ég hélt kúlinu, því ég veit hvað gera skal í svona hrikalegum aðstæðum. Fyrst þarf að rýma fatahengið í þvottahúsinu til að komast að rafmagnstöflunni. Hana þarf að opna og svo þarf að finna lekarofann og ýta honum upp. En þá gerðist nokkuð sem ég bjóst ekki við - það kom babb í bátinn.. Lekarofinn fór bara strax aftur niður! Þar sem ég hef aldrei lent í svona rosalegri rafmagnskrísu, þá hringdi ég í pabba sem gat afstýrt hamförunum gegnum símann ..gott að eiga gemsa, huh? Ef þið lendið í svona hættulegum aðstæðum eins og þegar lekarofinn ykkar vill ekki festast uppi, munið þá: Allir rofar rólega niður. Bíða. Allir rofar rólega upp. Bíða. Lekarofi upp.
Takk fyrir og verði ykkur að góðu.

Engin ummæli: