fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Mamma og pabbi fóru til Rómar í dag til að vera viðstödd brúðkaup vinafólks síns. Þau koma ekki heim aftur fyrr en aðfaranótt þriðjudags og ég hef verið ráðin sem ráðskona fjölskyldusetursins á meðan. Vandræðaunglingurinn sem býr hérna þarf ást, umhyggju og þræl til að smyrja nestið sitt. Áðan sátum við og leystum stærðfræðijöfnur, ætli þetta verði ekki ágæt helgi.

Engin ummæli: