mánudagur, nóvember 20, 2006

Pirripú.

Í gærkvöldi smurði ég nesti handa okkur Óttari. Eitt nesti, annað nesti: samtals tvo nöst. Óttar var skikkaður í að hjálpa til, en vék sér fimlega undan með því að segja eldhúsbrandara og vera hress. Allaveganna. Óttars nesti var pleín og kedeligt (að eigin ósk) en mitt nesti var hinsvegar spennandi, hollt og djúsí. Samloka úr grófu brauði með léttreyktri hunangsskinku, kotasælu, rucola salati, paprikusneiðum og gúrku. Einnig smurði ég tvær flatkökur með hangikjöti og tíndi til skyrdrykk og grænt epli. Þegar ég fór að sofa þá fékk ég vatn í munninn við tilhugsunina um nestið sem beið mín.

En... auðvitað gleymdi ég því heima. Pirr pirr pirr.

Engin ummæli: