Fjúkkett.
Þegar ég geri myndaleit að "ásdís eir" þá er þetta fyrsta myndin sem poppar upp. Þetta er sjálfsmynd Ásdísar Eirar, 7 ára stelpu í Holtaskóla. Ég er mjög hrifin af litasamsetningunni.
Ég bjóst við að MR myndin yrði í fyrsta sæti. Það hefur nefnilega alltaf böggað mig pinku, vitandi af þeirri mynd sveimandi um alnetið. Pinku, ekki mikið, bara pinku. Hún reyndist sem betur fer ekki vera í fyrsta heldur sjöunda sæti. En samt, afhverju er ekki hægt að ritstýra myndaleit Google?! Þetta sjá allir sætu strákarnir sem leita af mér á netinu:
Hahahaha, sem betur fer deila aðrir þessum örlögum með mér. Ég skora hérmeð á alla bloggandi MR-inga að birta sína Guðbjartsmynd hjá sér. Eða hlekk í kommentakerfið ef engin er bloggsíðan. Like, totally.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
eg var ad leita ad, takk
Skrifa ummæli