fimmtudagur, janúar 17, 2008

Ég ætlaði að blogga í gær en þurfti að hætta við, vegna þess að ég komst að því að ég er ekki lengur með Paint í tölvunni (!!!). Efni bloggsins var slíkt að það var nauðsynlegt að hafa skýringarmynd með - en þar sem ég er ekki lengur með Paint þá gekk það ekki upp.

Ég lét strauja tölvuna í lok nóvember, en hef síðan þá látið allt Windows-stöffið og whatnot inn aftur. Allt nema Paint greinilega. Ekki vissi ég að Paint væri sérstök lúxus viðbót sem sérstaklega þyrfti að biðja um.

...

Við nánari eftirgrennslan sé ég að ég er ekki heldur með neina leiki. Ekkert Solitaire, enginn Minesweeper. Það er þó engin eftirsjá í þeim síðarnefnda, ég hef aldrei náð þeim leik. Verst er þó að missa internet Backgammon og internet Hearts.. og heí! Ég er heldur ekki með reiknivél! Ég hef greinilega fengið the unfun Windows version.

Engin ummæli: