Lúðamóment helgarinnar var þegar ég, í miklu stuði á dansgólfi Barsins, sveiflaði hárinu af svo miklu offorsi að gleraugun flugu af mér í fínum boga. Leitin gekk erfiðlega, með augun pírð í dökkum frumskógi pinnahæla, og ég var orðin pínu stressuð um að finna þau að lokum mölbrotin. Vegna vasklegrar framgöngu myndarpilts með lýsandi reif-gleraugu fór þó allt vel að lokum. Jei. Betri eru gleraugu á nefi en á dansgólfi, þó svo að nefið sé lítið.
mánudagur, janúar 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli