fimmtudagur, janúar 24, 2008

Vonbrigði. Létt-hangiálegg bragðast ekkert eins og hangikjöt og er því ómögulegt álegg á flatköku.

Það er rúmt ár síðan ég fór síðast í klippingu og hárið mitt er orðið einstaklega leiðinlegt. Það eru engar styttur og toppurinn nær niður að vörum. Þegar hárið er oftar í hnút heldur en slegið og nauðsynlegt er að nota spennur á hverjum degi, þá veit maður að tími er kominn til aðgerða. Svo er það orðið allhressilega sítt, vantar tæpa 10 cm á að ná niður á mjóbak, og ég held að sítt hár sé bara til trafala í rakanum í SA-Asíu. Það verður ekki umflúið, klipping er nauðsyn. Ó, ef það væri bara ekki svo subbulega dýrt.

Heí, ætti ég að vera ýkt flippuð og fara í klippingu í Tokyo?

Haha, þessi mynd birtist þegar maður googlar "Tokyo haircut". Ég veit ekki alveg sko, kannski ég haldi mig við Gel, Reykjavík.

Engin ummæli: