sunnudagur, mars 14, 2004

Davíþ hélt upp á tugina tvo með pompi og pragt í gær. Á staðnum var urmull myndavéla, og má sjá brot af gleðinni hér. Gestirnir voru greinilega miklir spaugarar, því meðal gjafa sem hann fékk var hvítur bolur sem á stóð: "Hún breytti lífi mínu... Hún er tilgangur lífs míns... Ég mun aldrei gleyma henni..." og aftan á var regla þrettán og hálft. Svo fékk hann líka bikar frá fallega fólkinu (hógværð), en á bikarinn var búið að grafa "Hringjari gangaslagsins 2004". Ég var öfundsjúk, og get varla beðið eftir afmælinu mínu!
Svo fór ég á háskólakynninguna áðan.. og fékk fullt af bæklingum og fíneríi. Ég heeeld að ég sé búin að ákveða næsta skref. Er samt ekki viss.. og þó?

Afhverju er fontið allt í einu komið í maurastærð? Konni? Einhver? Þetta er nú meira..

Engin ummæli: