sunnudagur, mars 14, 2004

Vegna fjölda fyrirspurna (*hóst*bara ein*hóst*) og líka pínu vegna þess að ég er húðlatur námsmaður í dag.. þá ætla ég að koma út úr skápnum sem Menntaskólamær sem hefur sirkabát gert upp hug sinn í sambandi við næstu ár. Ójá!
Ég býst við að fara í sálfræði í Hí. Það er búið að vera efst á blaði í þónokkurn tíma, og ég held ég prófi bara. Mig langar líka að taka kannski aukagrein eð aukakúrs.. og var í dag að skoða kynjafræði, heimspeki og fjölmiðlafræði með það í huga. Í raun langar mig ekkert að sérhæfa mig í neinu, heldur bara taka fullt af áhugaverðum kúrsum um allt milli himins og jarðar, og aldrei hætta í námi.
Er til of mikils mælst?

Engin ummæli: