fimmtudagur, mars 11, 2004

Gangaslagur og Faunustúss.. mikið er þetta búinn að vera MR-iskur dagur.
Hringur var húmoristi dagsins. Skemmtileg hringjararæða, og ekki var hún síðri úthringingin eftir fyrsta tíma post-fight. Dabbi var hetja dagsins, og mun endurminningin vafalaust hlýja honum um hjartarætur lengi vel.. og okkur hinum 6. bekkingunum sömuleiðis. Gott múv.. og skemmtileg herkænska. Sá ekki betur en að Aðalsteinn og fleiri góðir fórnuðu öxlum sínum í stökkpalla!
Svo fór ég á kynningu á heimspekideild HÍ eftir skóla.. Fylltist lærdómsmóði (jújú, það er orð) og nú langar mig að verða eilífðarstúdent, ekki bara taka e-a gráðu í einu ákveðnu fagi. Þetta verður spennandi.. ég er e-ð svo týnd í öllu námsframboðinu, langar svo að læra ALLT bara!
Ætla að slútta þessu með nokkrum skemmtilegum staðreyndum sem ég var að hugsa um í strætó á leiðinni heim.. Sólstafir eru æðislegir. Spaugstofan er miklu fyndnari en Svínasúpan (þetta var bara næstum stuðlað hjá mér).
Góðar stundir!

Engin ummæli: