laugardagur, mars 06, 2004

Ég rölti út í búð fyrir mömmu áðan, í þeim tilgangi að kaupa tómata, gúrku og chili-sósu fyrir matseld kvöldsins. Á leiðinni heim hlustaði ég á söng smáfuglanna. Það hefði verið afar viðeigandi ef ég hefði verið á gömlu, rauðu hjóli með matvörurnar fallega raðað í bastkörfu. Svo hefði ég átt að vera í blómapilsi og með fléttur... svo var ekki.

Undanfarið ár höfum við Högni, hrokafulli köttur nágrannans, átt í afar sérstæðu sambandi. Hann laumast inn um opin glugga hjá okkur, valsar um húsið og bíður svo spenntur eftir því að einhver komi auga á hann og reki hann á dyr. Þetta finnst honum skemmtilegur leikur, og gruna ég hann um að vita að 1/4 heimilisins þjáist af kattarofnæmi. Ég hef margoft rekist á hann inni í herberginu mínu, en ég er svo tæp á tauginni að ég fer alltaf að öskra þegar ég sé grænu glyrnurnar í myrkrinu. Þá glottir hann og snýr rassinum í mig og lötrar ofur hægt út aftur.. hrokagikkur!

Fiðluballið var æðislegt!

Engin ummæli: