þriðjudagur, mars 09, 2004

Jah, nú er það svart...
Ég rauk upp með látum í nótt vegna þess að mig hafði dreymt áríðandi og skemmtilegt efni til að blogga um (!!!) ..og í morgun þegar ég vaknaði rak ég augun í e-ð krot í eðlisfræðiglósunum. Þar mátti greina orðin "blogga um" og "mubblur".
Maður ætti ekki að þurfa að vakna upp með andfælum nema maður hafi dreymt lausn lífsgátunnar eða laglínu fallegs lags.. það er alls ekki nóg að hafa fengið þá hugdettu að blogga um MUBBLUR!?
Ég veit ekki hvað skal gera.. á ég að gera tilraun til að skrifa um mubblur, þó svo að ég muni engan veginn hvað var svona merkilegt við þær? Nei, ég læt það vera. Vona bara að mig dreymi e-ð jafn frábært í nótt.

Engin ummæli: