laugardagur, apríl 17, 2004

Það er mjög auðvelt að búa sér til afsakanir fyrir því að vera ekki að læra. Í dag er ég búin að vera að skoða blogg, læra pínu, fara í landafræðileikinn, tefla við Óttar, læra pínu, hanga á msn, læra pínu. Svo þegar ég sat fyrir framan tölvuna í fertugasta skiptið í dag, labbaði karl faðir minn framhjá mér og spurði hvort ég vildi koma á hestbak. "Neih.." sagði ég, "Ég er að læra...". Þá rann upp fyrir mér ljós. Í staðinn fyrir að eyða heilum laugardegi í að þykjast vera að læra, er mun sniðugari að fara á hestbak eða gera eitthvað annað skemmtilegt í svona tvo til þrjá tíma, og hafa þá enga afsökun fyrir að læra ekki eftirá.
Það endaði sumsé á því að ég fór á hestbak í dag. Blíðskaparveður og viljugur klár, alger vítamínsprauta. Og þegar heim var komið var lítið mál að setjast við skrifborðið og eðlisfræðast. Fjúff...
Svo er það Bring it On eftir nokkrar mínútur.

Engin ummæli: