sunnudagur, maí 16, 2004

Hvað er málið með brandarana aftan á Andrésblöðunum?

-Hvernig kaka er þetta?
-Marmarakaka.
-Marmarakaka? Ég hefði frekar giskað á kolaköku!

-Svo þú sagðir kærustunni upp um leið og hún fékk gleraugu?
-Nei, það var hún sem sagði mér upp!

Ókei.. þessir eru slæmir, en ekkert h-r-i-k-a-l-e-g-i-r. Mig rak samt í rogastans þegar ég las þennan:

Þrír strákar voru að metast um afrek feðra sinna. Sá fyrsti sagði: Pabbi minn getur verið í kafi í fimm mínútur! Sá næsti sagði: Iss, pabbi minn getur verið í kafi í tíu mínútur samfleytt! Þá sagði sá þriðji: Þetta er nú ekki neitt. Hann pabbi minn stökk í sjóinn fyrir 14 árum, og hefur ekki enn komið upp úr!

Sko.. hvurslags eiginlega??

Engin ummæli: