þriðjudagur, september 07, 2004

Þessi póstur.. og eiginlega bara allar ókomnar færslur.. eru tileinkaðar ofurmanninum Davíð Halldór Kristjánssyni. Undanfarnar vikur hefur tölvan mín verið í f-o-k-k-i. Ljót leitarsíða var búin að hertaka tölvuna, nýr toolbar skaut alltaf upp kollinum neðst á skjánum þegar ég reyndi að fara á netið. Reyndi að fá mig til að kaupa mér tryggingar, fara á net-deit og skoða klám. Ljóta leitarsíðan stóð líka fyrir því að í hvert skipti sem ég ýtti á hlekk á einhverri síðu, fór ég ekki á staðinn sem ég ætlaði að fara á heldur endaði einhvern veginn alltaf á leitarsíðunni. Ekki sérlega ánægjulegt. Svo hætti ég smám saman að geta skoðað hinar ýmsu síður - þar á meðal allar póstsíður, eins og hotmail, postur.mr.is, hi-póstinn.. ekki gott. Svo hætti ég að geta farið á mbl.is og í einkabankann, blogger.com hætti að virka hjá mér og að lokum var svo komið að það eina sem virkaði almennilega í tölvunni var Word og Solitaire. Ekki sérlega gaman til lengdar. En í gær hófst svo Operation EyðaÖlluÚrVélinniOgSetjaHanaUppAfturVúhúú. Aðgerðin tók tæpa fjóra tíma og var afar vel heppnuð. Davíð vann þrekvirki.

Engin ummæli: