sunnudagur, september 26, 2004

"Excuse me, mister Scooter-guy!"

Kveðjupartý Þórunnar var haldið með pompi og pragt á Pravda-barnum í gærkvöldi. Fær rauðhærða snótin hérmeð feitt rokkprik fyrir úberskemmtilegt kvöld!
Önnur manneskja sem á líka skilið rokkprik er Þura. Úff.
Það fréttist sumsé að eftirpartý Scooter-manna yrði haldið á efri hæð Pravda seinna um kvöldið.. og Þura leit á mig: "Ásdís! Við verðum að fá eiginhandaráritun á rassinn!" og svo hló hún geðveikt mikið.. Við ákváðum samt að það væri líklegast best ef ég fengi bara eiginhandaráritun á brjóstið, enda var ég í kjól. Þessi hugmynd Þuru varð alltaf betri og betri eftir því sem lengra leið af kvöldinu, og var ég farin að tala um "once in a lifetime experience" og hvaðeina.. innst inni haldandi að þetta væri nú bara djók og glens.. en nei!
Þegar boð bárust um að guðirnir sjálfir væru mættir á svæðið, vorum við nokkur sem þutum upp stigann, spottuðum aflitaðasta hnakka svæðisins og tróðum okkur gegnum þvöguna í átt að honum. Orðaskiptin sem áttu sér stað mun ég varðveita í hjarta mér um alla eilífð.

Þura: "Excuse me, mister Scooter-guy! I´m a big fan of yours and it is a great pleasure meeting you. Would you please sign my bottom?!"
Scooter-guy: "Umfll, yeah"

Svo tosaði Þura gallabuxnastrenginn sinn niður (sást í skoru og alles!) og meðan ég horfði skríkjandi á, þá skrifaði Scooter-guy heilar tvær línur á rasskinn Þuru! Hann var voða pró.. steinrunnið andlit og falleg rithönd. Vinur hans (eða gaur úr hljómsveitinni? Ég hef ekki hugmynd..) var meira að segja með lítið vasaljós og gat lýst á Þururass til að auðvelda Scooter-guy verkið! Svo var vasaljósinu beint að mér og fékk ég fallega áritun á efri hluta vinstra brjóstsins. Kvöldið hafði náð nýjum hæðum!
Ef þetta er ekki saga til að segja barnabörnunum.. þá veit ég ekki hvað!

Engin ummæli: