fimmtudagur, mars 17, 2005

Ég er að fara í munnlegt próf á morgun. Það gildir 15% af heildareinkunn námskeiðsins og felst í því að ég þarf að þylja upp skilgreiningar á tuttugu hugtökum á undir 3 mínútum. Sneddí. Ef ég hefði bara byrjað að læra þetta utanað fyrr..

Húsráð#1: Í staðinn fyrir skíta út glösin, vaska upp og vesenast, drekktu fremur úr plastflösku.

I - Ilmur. Ilmur ilmur. Ef maður neyddist til að velja, hvaða skilningarviti myndi maður fórna? Sjóninni? Heyrninni? Bragð- snerti eða lyktarskyninu? Líklega bragð- eða lyktarskyninu.. Mikið væri samt leiðinlegt að geta ekki þefað. Eða fundið bragð. Iiii, mér dettur ekkert betra i-orð í hug eins og er. Ilmur verður að duga.

Engin ummæli: