föstudagur, mars 18, 2005

Í - Ítalía, hvað annað? Ég kláraði að pakka áðan og í fyrsta sinn setti ég ekki bikiní og sandala í ferðatöskuna, heldur föðurland, lopapeysu og skærgula skíðaskó. Við leggjum af stað í nótt, lendum í Verónuborg og keyrum svo norður til Madonna di Campiglio. Planið er að vera mátulega fífldjörf án þess að leggja líf eða limi í hættu.
Snjór, brekkur, hasar og himneskur matur. Gæti það verið betra?

Engin ummæli: