mánudagur, apríl 25, 2005

Í glugganum við borðstofu-/skrifstofuborðið er ég með þrjár plöntur. Ég vökva þær reglulega og samviskusamlega, enda miklir hagsmunir í húfi. Í gær, stuttu eftir vökvun, fór ég heim til mömmu og pabba, fékk hamborgara og afnot af þvottavél. Þegar líða tók á kvöldið var enginn í stuði til að skutla mér heim, svo ég svaf þar í nótt.
Eníhú.. í morgun, þegar ég kom heim, blasti við mér fögur sjón. Kaktusinn minn eignaðist þrjú afkvæmi í nótt! Þrjú lítil, krúttleg kaktusabörn.. þvílíkt kraftaverk.

Sá möguleiki er líka fyrir hendi að þetta sé upphafið á þremur krúttlegum blómum, en það er sama. Ég lít á þetta sem mikla viðurkenningu á hæfileika grænu fingra minna. Posted by Hello

Engin ummæli: