þriðjudagur, apríl 26, 2005

Síðasta laugardag mannaði ungur piltur sig upp í að bjóða fallegri stúlku gull og græna skóga. Hún bað í staðinn um drykk á barnum. Að drykknum loknum bað pilturinn um símanúmer stelpunnar, svo hún hripaði nokkrum tölustöfum á servíettu og brosti blítt.
Í gærkvöldi fékk ég svo sms í símann minn: "Hæ Halldóra! Mig langar mikid til ad hitta tig aftur, hvernig líst tér á tad?"
Greyið strákurinn! Greyið ég! Halldóra gaf upp símanúmerið mitt í staðinn fyrir sitt (hverjar eru líkurnar á því? Ég hlýt að þekkja þessa stelpu!) og þurfti ég því að eyða 40 krónum og allnokkrum mínútum í ad útskýra fyrir aumingja stráknum að ég væri ekki sú sem hann þráði. Ég hefði vilja senda honum eitt sms í viðbót og skamma hann fyrir arfaslök upphafsskilaboð, en ég lét það vera því mér fannst hann hafa gengið í gegnum nægilegar raunir.. Mig langar mikid til ad hitta tig aftur, hvernig líst tér á tad?

Svo má ekki gleyma að minnast á það að ég er FLOGlesandi vikunnar - geri aðrir betur!

Engin ummæli: