fimmtudagur, október 13, 2005

Annar hluti ferðasögunnar. New York, part II

Ég man ekki hvort það var á miðviku- eða fimmtudagsmorgninum að einhver kveikti á sjónvarpinu. Við lágum allavega og gláptum á Charmed (sá æðislegi þáttur) þegar auglýsingahléið skall á: "Have you been in an accident recently? Give us a call, and we might help you get some money!" (Myndarlegi lögfræðingurinn brosir skjannahvítu brosi) "Don´t let your pain be in vain!"

Allavega. Á föstudagsmorgninum (rétt fyrir hádegi *hóst*) tókum við lestina að Rockafeller Center og þar. Við skoðuðum Ed Sullivan theatre þar sem Late Show með David karlinum Letterman er tekið upp. Það var læst. Svo fórum við á Hello Deli við hliðiná þar sem Rupert Jee var í eigin persónu. Sjálf hafði ég ekki minnstu hugmynd um hver þessi Rupert Jee var, en Konráð, Magga og Egill voru voða spennt. Þau keyptu sér slurpee, Konni lét taka mynd af sér með honum og svo komu aðrir túristar inn í delíið sem voru jafn spenntir og ferðafélagar mínir. Einn karlinn tók af mér myndavélina mína og sagði að það væri gaman að eiga mynd af sér með Rupert Jee og að honum þætti ábyggilega ekki leiðinlegt að sitja fyrir með mér heldur. Sjáiði bolinn sem hangir fyrir aftan mig, þetta var svona "Rupert Jee!!!!"-bolur. Ég þarf greinilega að fara að horfa meira á David Letterman, því þetta var án efa skemmtilegasta delí sem ég hef komið inn í.


Svo fórum við í skoðunarferð um NBC studios sem er til húsa í Rockafeller Center. Það var mjög skemmtilegt. Við fræddumst um sögu NBC, sáum myndver Saturday Night Live og fleiri sett. Svo unnum við leikinn "Who lives furthest away?" og hlutum viðurkenningarnikk að launum frá þremur gömlum konum.

Stuttu síðar vorum við Magga staddar á Fifth Avenue, ný komnar út úr Tiffany´s, þegar við rákum augun í dásamlega sýn. Við stóðum fyrir framan Trump Tower, flissandi eins og smástelpur, gerandi okkar besta til að leiðbeina hinni um rétta "handstöðu". Fliss fliss. Vá, við vorum handvissar um að enginn hefði hugmynd um hvað við værum að gera.

Þegar við ætluðum að ganga í burtu heyrðist í tveimur hlæjandi mönnum; "Oh, we know exactly what you are up to, girls! First we couldn´t figure it out, but then we looked across the street." og svo hlógu þeir ennþá meira. Við Magga stóðum varla uppréttar. Hér eru karlarnir hressu:


Um kvöldið fórum við út að borða á Do Hwa sem er kóreskur veitingastaður, að hluta til í eigu Quentin Tarantino. Við sáum hvorki Quentin né Umu Thurman en fengum í staðinn æðislega gómsætan mat. Egill fékk aftur trú á hæfileikum sínum til að panta af matseðli. Hér er útkoma hópsjálfsmyndatökunnar fyrir framan Do Hwa:


Tú bí konntinnjúdd...

Engin ummæli: