mánudagur, nóvember 14, 2005

Firefox fór í fýlu og eyddi öllum bókamerkjunum mínum og gerði allan skraddarasaum minn að engu. Algerlega ótækt framferði. Undanfarna daga er ég búin að laga nýja eldrefinn (Önundur fann upp á orðinu báltófan, það er kúl orð, ég ætla að reyna að nota það meira) að mínum þörfum á ný. Í "Bookmarks Toolbar" (þ.e. þau bókamerki sem birtast í efri haus vafrans) er ég með hlekk á þessa síðu, Ugluna, HÍ póstinn minn, Blogger, Orðabók og Beygingarlýsingu íslensk nútímamáls. Ég er áhugasöm um skraddarasaum annarra, hvaða hlekki eru þið með?

Engin ummæli: