þriðjudagur, október 17, 2006

Amma mín var í göngutúr með Kol, púðluhundinum sínum, í Elliðaárdalnum í dag. Haldiði ekki að hún hafi gengið fram hjá flassara?! Hann stóð rétt hjá gamla hitaveitustokknum með slátrið hangandi úti. Amma sagðist ekki hafa verið hrædd en samt sá hún þann kost vænstan að skunda í burtu. "Veistu hvað mig langaði til að segja við hann? Mig langaði að segja Æ, góði viltu ekki koma þessu inn hjá þér? en ég þorði því ekki."

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jesús...pælið í því að hafa haft það að æfistarfi að vera flassari...MAGNAÐ!! Ætlaði svo bara að minna á blakið í kvöld krúttið mitt :)

Ásdís Eir sagði...

Já, þetta er ábyggilega mjög gefandi starf.
Roger that, ég mæti í blakið. Pottó.

Ómar sagði...

Þetta var ég niðrí Elliðaárdal og ég vil ekki láta tala um þetta sem "slátrið mitt" heldur "fallbyssuna"!!

Nafnlaus sagði...

Enda miklu rökréttara að tala um fallbyssu, ekki er hægt að skjóta úr slátri.

Ásdís Eir sagði...

Flassarar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir neina skotfestu sko. Fá nánast aldrei standpínu og eru almennt frekar náttúrulausir. Þessi "opinberun" á almannafæri nær mögulega að æsa þá, en það er víst ekki mikið svosem. Fallbyssa er algert overstatement held ég.
Annars er ég hissa á hvað lesendur eru ligeglad að fá þessar upplýsingar: ÞAÐ ERU FLASSARAR Á ÍSLANDI! Er ég sú eina sem ekki vissi af þessu?

Anna sagði...

Já sko, ég vissi alveg af þessu en ég hef til dæmis aldrei lent í flössurum. Mamma var alltaf að vara mig við Elliðaárdalnum hérna einu sinni út af ógeðslegu köllunum, en ég sá þá samt aldrei.

Ómar sagði...

Ég meina, þetta er orðið verndað starfsheiti, svo það vita allir af þessu. Prófaðu bara að stimpla flassari inn í símaskrána!! ;)

Nafnlaus sagði...

Ég hélt þú kallaðir þetta búðakassann, eða var það peningakassinn? Eða afgreiðslukassin? Man ekkert hvað svona heitir. Tsjítsjíng!
Dagbjört