mánudagur, október 23, 2006

Davíð Halldór Kristjánsson

Hann býr í Danmörku ásamt Margréti Rún, kærustunni sinni. Þau búa rétt hjá dildóbúð í kóngsins Köben og stunda þar skiptinám frá Háskóla Íslands. Í Köben sko, ekki í dildóbúðinni. Davíð bauðst til að fixa síðuna mína og gerði það, að því er virðist, eins og að drekka vatn. Haloscan kommentakerfið er komið í gagnið á ný og tracking-dótið er sömuleiðis öppandrönning. Ég er mjög þakklát. Það er gott að þekkja frábært fólk eins og Davíð.

Engin ummæli: