sunnudagur, desember 10, 2006

Slys

Ég fæ alltaf sting þegar ég les dánartilkynningar þar sem tekið er fram að hinn látni hafi verið ógiftur og barnslaus. Það er eins og það komi ekki málinu við að hann átti mömmu og pabba, systkini, vini, kunningja og kannski kærustu. Það er látið sem dauðsfallið sé minni tragedía úr því að hann hafi ekki verið giftur.

Engin ummæli: