mánudagur, janúar 29, 2007

Ég er búin að vera að hlæja að þessarri mynd í allan dag:


Aldís er þarna fersk í forgrunninum, pæjuleg með fína pósu... svo er ég þarna á bakvið, hahahaha, á "tali" við Konna. Ég veit ekki hvaða sögu ég er að segja, en hún virðist ekki skemmta neinum nema mér. Hahaha, og puttarnir!! Ég veit nákvæmlega hvaða hreyfing þetta er, en ég veit ekki hvað hún er kölluð. Spaðapot? Ééveitiggi. Note to self: Næst þegar þú gerir spaðapotið, reyndu þá að sleppa því að þrýsta hausnum niður að viðbeinum. Aldrei, aldrei aftur setja upp þennan svip.

Ég ætla að reyna að vera aðeins pæjulegri í framtíðinni.

Engin ummæli: