miðvikudagur, janúar 24, 2007

Áðan heyrði ég konu segja "Þú ert nú meiri kerlingin" við litlu dóttur sína. Vinkona konunnar fór þá að hlæja og setti út á orðalag hennar.

Mér fannst alltaf gaman þegar mamma eða pabbi sögðu þetta við mig. Þegar ég var "meiri kerlingin" þá var það oftast vegna þess að þeim þótti ég fyndin eða pínu prakkari. Og ekki er það nú leiðinlegt.

Viðbót, 17:12
Líklega hefði vinkonan ekki farið að hlæja ef konan hefði sagt "Þú ert nú meiri karlinn" við son sinn.

Engin ummæli: