þriðjudagur, janúar 23, 2007

Nú er ég búin að búa á Hagamelnum í tvö og hálft ár eða svo, og ég held að það megi telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef eldað fyrir mig eina. Núna sit ég með rjúkandi heita skál af tyrkneskri baunasúpu sem er búin að malla síðasta hálftímann - og ég á ekki von á gestum. Svei mér þá ef þetta verður ekki gert oftar. Næst ætla ég að kenna sjálfri mér að gera franska lauksúpu.

Engin ummæli: