föstudagur, janúar 19, 2007

Lúxusvandamál

Ég er að fara í tíma frá 13:20 til 16:30 á eftir, en er jafnframt skráð í vísindaferðina sem byrjar klukkan 16:15. Þetta kortérs óverlapp hefur í för með sér að a) ég þarf að byrja að hafa mig til fyrir djamm um tólfleytið, b) ég neyðist til að gerast óldskúl glósari með penna og stílabók að vopni (því ekki fer ég að taka fartölvuna með í vísindaferð) og c) ég neyðist til að laumast kortéri fyrr út úr tíma.

Svo er listakynning Vöku í kvöld. Á Hressó kl. 20:00. Þá verð ég búin að vera í djammgírnum í tæpar sjö klukkustundir. Eða þannig. Verð samt örugglega ýkt hressó. Hlakka til að sjá þig þar!

Engin ummæli: