sunnudagur, mars 18, 2007

Helgin, kalt mat.

Plús:

 • Að fara út að borða ásamt skemmtilegasta samstarfsfólki í heimi.
 • Að fá hvala carpaccio í forrétt þegar borðfélagarnir vinna í hvalaskoðunarbransanum.
 • Að eftirsóttustu lesbíunni í bænum finnst ég vera með flott brjóst.
 • White Russian og skemmtilegar umræður.
 • Kántrí tónleikar á Grand Rokk þar sem testósterónið var áþreifanlegt.
 • Að læsast inni á klósettinu.
 • Þéttingsföst faðmlög á Laugaveginum.
 • Trúlofunarhringur.
 • Jakkafatabrandari Óttars.
 • Að mamma Önnu vissi strax að hún væri að fara í mat hjá foreldrum mínum þegar hún sagðist vera boðin í mat hjá "tengdó".
 • Klausturbleikjan hennar mömmu.
 • Hjálmar á Nasa.
 • Að dansa stanslaust í þrjá tíma, í þvögunni fremst hjá sviðinu, án þess að verða ógeðslega sveitt. Húrra fyrir skynsamlegri loftræstingu.
 • Að reyna að jafna álagið á klósettunum með því að fara úr kílómetra langri röðinni fyrir utan kvennaklósettin og ganga beint inn á karlaklósettið þar sem brosandi andlit mæta manni.
 • Dyravörðurinn sem henti mér öfugri út með þjósti.
 • Að bíða ennþá lengra í kvennaröðinni.
 • Hvað söngvarinn í Hjálmum er sætur.
 • Gráhærða konan sem tróð sér fyrir framan Önnu og öskraði "Arríba! Arrrríba!" í gleðivímu.
 • Að bösta fólk sem ræðir auðlindaákvæðið í myrkum skúmaskotum.
 • Að fatta ekki fyrr en daginn eftir afhverju Hanna fékk hláturskast í leigubílnum.
 • Að sofa þvert í rúminu vegna fjölda bólfélaga úr Mosfellsbænum.
 • Bakaríið í Úlfarsfelli.
 • Það að ég vissi ekki að það væri bakarí í Úlfarsfelli fyrr en í dag.
 • Sólkjarnabrauð, appelsínusafi og súkkulaðibitakökur.
 • Jólasveinabrandari Hönnu.
 • Stálull, Ajax, heitt vatn og ryksuga ömmu minnar.
 • Að vera símavinur Margrétar.
 • Belle & Sebastian.

Mínus:
 • Að læra ekki.

Engin ummæli: