fimmtudagur, mars 20, 2008

Eins og Anna segir fra a asiuflakkinu, tha forum vid ad Kinamurnum med John, nyja kinverska vini okkar og einkabilstjora. Hann keyrdi okkur til Mutianyu sem er ekki eins "thekktur" stadur og Badaling, thar sem flestir turistar fara til ad skoda murinn. Mutianyu er i tveggja tima fjarlaegd fra midborg Peking (og tha er madur ekki enn kominn ut fyrir borgina, sem gefur agaetis visbendingu um staerd hennar) svo vid hofdum naegan tima til ad spjalla vid hann, baedi a leidinni thangad og heim. Thad er ekki oft sem manni gefst svona mikill tima til ad spjalla vid infaedda, svo vid nyttum taekifaerid i botn.

Mer fannst hann mjog jakvaedur og bjartsynn madur, hann John. Hann var stoltur af Kina og anaegdur med stjornvold. "Thad er allt a hradri uppleid her i Kina", sagdi hann stoltur og gerdi bendingar ut i loftid sem atti ad takna framfarirnar. "Astandid i Japan er betra nuna, en medan framfarirnar hja theim eru svona (teiknar skahallandi linu ut i loftid) eru framfarirnar her hja okkur mun hradari (teiknar nyja linu nanast lodretta)". Hann sagdist buast vid thvi ad Kina yrdi bratt radandi heimsveldi og grinadist med ad thad vaeri gott ad hann vaeri ad kenna okkur nokkur ord i kinversku, thvi i framtidinni gaetum vid notad thau um allan heim.

Tho svo ad thessi framtidarsyn hans hafi kannski verid fullbjartsyn, tha fannst mer gaman ad sja hvad hann var jakvaedur. I hans heimi var allt haegt, engin takmork voru til stadar svo lengi sem madur legdi hart ad ser og vaeri tilbuinn ad hafa fyrir hlutunum. Hann a 7 ara dottur sem er byrjud ad laera ensku i skolanum sinum, og hann sagdi ad hann reyndi eins og hann gaeti ad hvetja hana til ad leggja hart ad ser vid namid. "Henni standa allar dyr opnar, Kina er ad breytast svo hratt. Hver veit, thegar hun verdur eldri og eg gamall madur tha verdur hun kannski svo vel staed ad hun getur gefid pabba sinum thyrlu", hlo hann.

Adur en hann byrjadi i turistabransanum var hann leigubilstjori i Peking, og eg imynda mer ad hann hafi fengid leid a thvi, farid a enskunamskeid og faert ut kviarnar i framhaldinu. Hann var mjog anaegdur med vinnuna sina, fannst frodlegt ad hitta nytt folk a hverjum degi, allra thjoda kvikindi, og laera um fjarlaega stadi. Vid vorum fyrstu kunnarnir hans fra Islandi og hann hafdi mikinn ahuga a landinu okkar. "Eg aetla ad segja dottur minni fra ykkur svo hun sjai hvad madur geti hitt skemmtilegt folk thegar madur kann ensku".

Hann hafdi nylega fest kaup a ibud og sagdi okkur gladur fra henni. Hun er 125 fermetrar ad staerd, og i henni byr oll fjolskyldan; John asamt konu sinni og dottur theirra... og svo foreldrar John's lika. 125 fermetrar hlytur ad teljast mjog mikid her, thvi hann ljomadi af stolti i hvert sinn sem hann nefndi fermetratoluna (sem var osjaldan). Billinn hans var tveggja ara, svort Honda Sonata sem hann var ekki minna anaegdur med. Hann var alls ekki montinn eda sjalfumgladur, bara otrulega anaegdur med hversu vel honum hafdi tekist ad koma ser fyrir. Hann var god fyrirvinna, gat sed um alla tha sem treystu a hann, og thad gerdi hann gladan.


Mer fannst mjog frodlegt ad raeda vid hann og vona ad taekifaerin verdi sem flest til ad kynnast ibuum landana sem vid erum ad heimsaekja.

Her erum vid fyrir framan Eggid, thjodleikhusid i Peking. John vildi olmur ad vid taekjum hopmynd svo hann gaeti synt konu sinni og dottur fyrstu islensku vidskiptavinina.

föstudagur, mars 14, 2008

Eg for med (rett) minniskort ut i Photo Palace adan og let gamla saeta karlinn setja allar myndirnar minar a geisladisk. Eg aetla ad nyta taekifaerid og setja eitthvad af theim hingad inn. Ykt margar myndir af MER sem eiga kannski betur heima her en a asiuflakkinu.

Herna erum vid maettar, galvaskar, fyrsta daginn i Japan. Okkur tokst ad skilja japanska lestarkerfid og vorum ad vonum mjog sattar.


Eg er voda hrifin af sjalfsmyndum. Stelpurnar deila faestar theirri hrifningu med mer samt, en stundum tekst mer ad plata thaer i myndatoku. Thessi sjalfsmynd er tekin i Sjinjuku-hverfinu i Tokyo, eins og sest ;)


Ansans, sama hvad eg reyni tha tekst mer ekki ad snua thessari. Skil ekki japanskar leidbeiningar nogu vel greinilega. Bendi lesendum a ad halla hofdinu til vinstri, vilji their njota fegurdarinnar. Tharna er eg ad borda krullad nautakjot og hrisgrjon sem eg pantadi mer ur sjalfsala. Ykt gott.


Thessi er tekin a fiskimarkadinum. Thad thurfti heilan her til ad saga tunfiskinn. Eg hefdi att ad benda theim a voruurval Marel, ekki satt mamma? (hoho).


Thessi vildi syna mer alinn sinn. Hann var mjog hress og hristist og skalf thegar vid sogdumst vera fra Islandi. "Brr! Very cold!" sagdi hann.


(Ae, her tharf ad halla hofdi aftur). Hvalkjotssolumadurinn vard mjog impressed thegar eg benti a hrefnuna og langreydina og spurdi hvor theirra vaeri a bodstolum. Thad reyndist vera langreydur, uff. Eg er ykt hress samt, ha.


Thetta hlytur ad vera uppahalds klosetthurdin min i ollum heiminum. Hun bankar.


Her er eg fyrir utan islenska sendiradid i Tokyo. Eg gleymdi simanum minum a Islandi og mamma min var svo vaen ad DHL-a hann til Japan. Reyndar virka engir vestraenir simar her, nema 3G-simar, en hun vildi samt ad eg fengi hann i hendurnar sem fyrst. Aww.


Best i heimi. Fotanudd supreme. I blaa karinu fyrir aftan mig voru tugir gullfiska. Held ad leikurinn hafi gengid ut a thad ad veida tha i fotu, afar hresst.


Eg hja Fuji-fjallinu helga. Nedarlega i vinstra horni ma sja hafnarboltavoll, en su ithrott er mjog vinsael her i Japan.


Thessa mynd tok eg fyrir hann pabba minn, ahugamann um rafmagnsfragang.


Ahugasamir geta skodad fleiri myndir a flickr-sidunni hennar Unu. Hana ma finna her.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Orstutt

Nuna erum vid i Kyoto. Thessi fallega borg verdur heimabaer okkar sidustu dagana i Japan. Aetlum ad skoda hana i raemur og fara i tvaer dagsferdir hedan. I fyrradag forum vid til Hiroshima og a morgun forum vid... eitthvert, vid erum ekki alveg bunar ad akveda thad. Faersla um Hiroshima aetti ad fara ad detta inn a asiuflakkid hvad a hverju.

Nuna erum vid staddar a netkaffihusi rett hja Kyoto Station. Tolvurnar a hostelinu eru ekki upp a marga fiska svo vid komum hingad til ad hlada inn myndum og svona. Eg asnadist til ad gleyma litla minniskortinu a hostelinu, svo eg neydist til ad koma aftur sidar. Litla minniskortid er 256 kb sem dugar engan veginn i svona ferdalag og thvi keypti eg mer 4 gb kort i Leifsstod. Eg sagdi afgreidslumanninum nakvaemlega hvada gerd af myndavel eg vaeri med en komst svo ad thvi, eftir ad hafa hent ollum umbudum og kvittunum, ad nyja minniskortid virkar ekki i velina mina. Ef einhver hefur ahuga a 4 gb SDHC minniskorti - onotudu - tha ma alveg hafa samband. Afhending verdur eftir thrja manudi eda svo. Eg keypti mer i stadinn nytt kort (2 gb, thad voru ekki til staerri af theirri gerd sem eg get notad) i storri raftaekjaverslun i Hiroshima. Afgreidslumadurinn thar gat fundid retta gerd thratt fyrir ad tala enga ensku.

Blogga meira og baeti inn myndum sidar. Nuna er kominn timi a kvoldmat og thvottatorn.

mánudagur, mars 03, 2008

Jaeja! Sit her a hostelinu okkar i Tokyo og reyni ad hitta a retta takka a hinu framandi lyklabordi. Lentum i morgun kl. 9 ad stadartima (midnaetti ad islenskum) og erum nuna ad reyna ad halda okkur vakandi fram a kvold til ad komast inn i rythmann. Roltum um hverfid "okkar" adan og rombudum a Senso-ji hofid. Thar eignudumst vid skaelbrosandi vin, hristum malmstauk og fengum forspar ad launum. Thad var happa-glappa hvort forspain var slaem eda god, og ef madur fekk slaema tha atti madur ad binda hana a thartilgert statif til ad losna vid olukkuna. Stelpurnar hristu fyrst og fengu allar slaemar, vini okkar til mikillar skemmtunar. Svo dro eg og fekk "Regular fortune" sem ekki thurfti ad hengja a statifid. Jess.

A morgun aetlum vid ad vakna eldsnemma og fara a fiskmarkadinn og fylgjast med tunfiskuppbodi (milli 05 og 06) og borda svo spriklandi ferskt sushi i morgunmat.

Endilega fylgist lika med okkur a asiuflakk.blogspot.com en thar aettu ferdasogurnar bratt ad fara ad hrannast inn.

ARIGATO!!!

föstudagur, febrúar 29, 2008

Týpískt ég: Klukkan tíu í fyrramálið á ég að vera með kynningu á þremur tilraunum. Ég er búin með tvær. Mun þurfa að púlla all-nighter (mamma, það er þegar maður vakir alla nóttina - sjá hér).

Ennþá týpískara: Ég hef engar áhyggjur, þetta reddast!

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Now, I ain't sayin' she's a goldigger...

- en henni á allavega ekki eftir að skorta ljóstýru þegar lestrarþörfin grípur hana að kvöldlagi.

Ég á mikið eftir ógert áður en við leggjum af stað í ferðalagið, en það sem ég hef mestar áhyggjur af er að missa af lokaþætti Forbrydelsen. Ég verð að vita hver framdi glæpinn!

Við Una vorum að pæla í að horfa á "live" útsendingu á ruv.is næsta þriðjudag þegar þátturinn verður endursýndur, en komumst svo að því að erlent efni er ekki sýnt á netinu. Það er kannski eins gott því þá hefðum við þurft að vakna fyrir allar aldir og treysta á bandvídd hostel-tölvunnar. Hefði samt verið stemmari.

Ég neyðist þá til að hlaða þættinum niður ólöglega. Mér er sama, glæpir borga sig þegar kemur að Glæpnum.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Minniháttar taugaáfall

Áðan fékk ég tölvupóst frá Iceland Express sem bar titilinn "Ásdís, Kaupmannahafnarferðin er á næsta leyti" þar sem ég var minnt á það að um þarnæstu helgi stæði til að við Anna, Hanna og Una færum til Kaupmannahafnar. Svo fylgdu fullt af upplýsingum "sem gott gæti verið að hafa í huga áður en lagt er í hann", ásamt ábendingum um hvað skemmtilegt væri að gera í Köben.

"Bíddu, ha, til Kaupmannahafnar?!" hugsaði ég... og fékk svo vægt áfall.

Ég hringdi strax á skrifstofu Iceland Express og var sett á bið í heila eilífð, að mér fannst. Þegar ég loks náði sambandi stundi ég upp erindið, útskýrði að við ætluðum til London núna í mars... og svo heim frá Köben í júní.

Konan hló.

"Fyrirgefðu Ásdís, þetta var bilun í tölvukerfinu.. njóttu dvalarinnar í London!"

föstudagur, febrúar 15, 2008

Ég minnist þess að hafa í upphafi búskapar míns hér á Hagamelnum bloggað um svokallaða "hvað er til í ísskápnum?" eldamennsku. Hún felst í því að latur einbúi nennir ekki út í búð að kaupa í matinn, heldur opnar í staðinn alla skápa eldhússins (hverra innihald er fátæklegt að venju) og tínir til efni í sörpræs-rétt. Þetta getur verið varhugavert.

Fyrsta sinn sem ég reyndi þetta var útkoman hræðileg, vægast sagt. Pönnusteiktur núðluréttur með tómatbitum, pepperóníosti, jöklasalati (já, það fór á pönnuna!) og ristuðum furuhnetum. Já, í alvöru.

Síðan þá hef ég tekið miklum framförum í þessari exquisite culinary list og kem sjálfri mér skemmtilega á óvart í hvert sinn sem ég leyfi hugmyndafluginu að njóta sín. Í kvöld var ástand ísskápsins afar bágborið og Melabúðin allt of langt í burtu (!), svo ég snaraði fram einfaldasta sörpræs-réttinum til þessa. Ég læt uppskrift fylgja fyrir áhugasama listakokka:

Hvað er til? Nokkrar brauðsneiðar, kotasæla, hálf gúrka, túnfiskdós, sardínur í tómatsósu, útrunnið skyr og 1/4 af brúngrænum kálhaus.
Aðferð: Káli og skyri hent í ruslið og vöngum velt yfir því hvenær sardínurnar voru keyptar (þær voru innst í búrskúffunni, vel faldar undir kassa af tei). Túnfiskur settur í skál og niðurskorinni gúrku bætt við. Dágóð slumma af kotasælu látin fylgja. Öllu hrært saman. Brauðsneiðar settar í ristavél og voilá: Gourmet túnfisksalat á glóðuðu brauðbeði.
Sannkallað kóngafæði, njótið vel.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Það var tilviljun ein sem réð því að þrír af fjórum ferðalöngum veittu því eftirtekt að debetkortin þeirra renna út í lok mars. Fjórða debetkortið rennur út í þremur dögum fyrir heimkomu. Það hefði verið miður skemmtilegt að komast að þessu eftir brottför. "Heppnar!"

mánudagur, febrúar 11, 2008

Það þyrmdi yfir mig í morgun - ég er að fara í ferðalag!

Nú eru ekki nema 18 dagar í brottför og það er svona smátt og smátt að renna upp fyrir mér að þetta er í raun og veru að fara að gerast. Þriggja mánaða ferðalag um ókunna heimsálfu, almáttugur minn. Við fljúgum til London snemma að morgni 1. mars og höldum áfram til Tokyo 2. mars (og lendum ekki fyrr en þriðja!).

Mér finnst ég eiga eftir að gera svo ótrúlega margt áður en ég get yfirgefið landið. Verkefni í skólanum eru þar efst á blaði. Ég er byrjuð að vinna í BA ritgerðinni minni og sit sveitt við að undirbúa umsóknir til allskonar siðanefnda. Svo er ég að taka einn kúrs á þessari önn og þarf að skila þremur skýrslum daginn fyrir brottför. Þeim skal að sjálfsögðu skilað munnlega...

Ég verð að öllum líkindum glöð og fegin í öðru veldi þegar við keyrum Reykjanesbrautina um mánaðamótin.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Hey krakkar, hvítt rusl!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Fór til læknis í morgun og fékk að vita að ég er með "mjög ljóta og bólgna hálskirtla". Hún mælti með því að ég léti taka þá við tækifæri og fæ ég því loks að upplifa æskudrauminn: að vera í góðu yfirlæti á spítala og mega bara borða ís!

Nú þyrfti ég bara að fá blóðnasir og þá verða sjúkradraumar æsku minnar uppfylltir.

laugardagur, janúar 26, 2008

Ég viðurkenni það að ég fylgist með Hollywood slúðrinu. Mamma mín og aðrir skynsamir myndu líklega segja að ég eyði of miklum tíma í slíka froðu, en eitthvað verður maður nú að gera til að fylla upp í pásurnar milli lærdómstarna.

Undanfarið hef ég fylgst með hrakfarir Britney Spears, enda varla annað hægt. Þetta er eins og þegar maður keyrir fram hjá bílslysi og hægir á sér til að skoða í staðinn fyrir að einbeita sér að umferðinni og veginum framundan. Líf hennar virðist verða ömurlegra í hvert sinn sem ég les nýja frétt. Síðasta lægðin var þegar hún læsti sig inni, neitaði að afhenda börnin sín og var að lokum bundin á sjúkrabörur og flutt á spítala. Dagana eftir veltu slúðurritarar sér uppúr þessu og spekúleruðu mikið í því hvað í fjandanum væri að henni. Er hún með bipolar disorder (eins og Stephen Fry, það kallast geðhvarfasýki eða tvískautaröskun á íslensku) eða þjáist hún kannski af fæðingaþunglyndi? Þetta birtu þeir án þess að hika: bipolar eða fæðingaþunglyndi - bommsarabomms, veljið.

Svo hefur Britney greyið verið að rúnta um bæinn undanfarið og eitthvað heyrðist mönnum, þ.e. paparazzi ljósmyndurunum sem elta hana eins og skugginn, að hún væri að tala með breskum hreim við menn og dýr. Þessu var slegið upp í stórfrétt og sumir veltu fyrir sér hvort hún væri með schizophreníu (geðklofasýki). Bommsarabomms!

Ég býst við að menn slengdu fram þessari greiningu útaf hreimnum breska og drógu þá ályktun að hún hlyti að vera með mismunandi persónuleika, einn poppstjörnu, einn breskan og svo kannski (vonandi!) einhverja í viðbót. Slík röskun kallast bara alls ekki schizophrenia. Sjúklingar sem eru með marga persónuleika þjást af því sem kallast
dissociative identity disorder (DID), áður þekkt sem multiple personality disorder (MPD). Þá eru aðskildir persónuleikar í einni og sömu manneskju og hver persónuleiki hegðar sér ólíkt hinum, hreyfir útlimi og andlit á sinn hátt, er með sín viðhorf og talar með sinni röddu. Persónuleikarnir geta verið á mismunandi aldri og af mismunandi kyni. Stundum vita þeir af hvorum öðrum, stundum ekki. Einn þeirra getur verið heimsfræg poppstjarna og annar bresk skólastúlka.

Mér finnst asnalegt að slúðurbloggarar og slúðurfréttamenn séu að spekúlera í geðheilbrigði fólks, en þetta eru kannski svona "comes with the territory"-pælingar. Eða eitthvað. Verra finnst mér, og hreinlega óverjandi, þegar sálfræðingar eru farnir að taka þátt í leiknum með þeim. Núna eru farnar að birtast slúðurfréttir þar sem einhverjir L.A. sálar eru farnir að greina hegðun Britney og flokka. "Jú, hegðun hennar bendir til að hún gæti þjást af tvískautaröskun/fæðingaþunglyndi/DID (þeir minnast ekki á að hún sé schizo, sem betur fer) og ji hvað það er erfitt að horfa upp á þetta, hún verður að fara að leita sér hjálpar!"

Ef viðkomandi er ekki sjúklingur í þinni umsjá, ef þú hefur ekki talað við manneskjuna undir fjögur augu, ekki lagt fyrir hana staðlaðar spurningar og það eina sem þú ert með í höndunum eru paparazzi-ljósmyndir og -upptökur sem hafa náðst á tilviljanakenndum tíma... hvernig geturðu greint hegðunina með ábyrgum hætti? Mér finnst verulega óábyrgt af sálfræðimenntuðu fólki að láta hafa eftir sér einhverjar plastgreiningar í fjölmiðlum. Hver er bættari af því?

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Vonbrigði. Létt-hangiálegg bragðast ekkert eins og hangikjöt og er því ómögulegt álegg á flatköku.

Það er rúmt ár síðan ég fór síðast í klippingu og hárið mitt er orðið einstaklega leiðinlegt. Það eru engar styttur og toppurinn nær niður að vörum. Þegar hárið er oftar í hnút heldur en slegið og nauðsynlegt er að nota spennur á hverjum degi, þá veit maður að tími er kominn til aðgerða. Svo er það orðið allhressilega sítt, vantar tæpa 10 cm á að ná niður á mjóbak, og ég held að sítt hár sé bara til trafala í rakanum í SA-Asíu. Það verður ekki umflúið, klipping er nauðsyn. Ó, ef það væri bara ekki svo subbulega dýrt.

Heí, ætti ég að vera ýkt flippuð og fara í klippingu í Tokyo?

Haha, þessi mynd birtist þegar maður googlar "Tokyo haircut". Ég veit ekki alveg sko, kannski ég haldi mig við Gel, Reykjavík.

mánudagur, janúar 21, 2008

Lúðamóment helgarinnar var þegar ég, í miklu stuði á dansgólfi Barsins, sveiflaði hárinu af svo miklu offorsi að gleraugun flugu af mér í fínum boga. Leitin gekk erfiðlega, með augun pírð í dökkum frumskógi pinnahæla, og ég var orðin pínu stressuð um að finna þau að lokum mölbrotin. Vegna vasklegrar framgöngu myndarpilts með lýsandi reif-gleraugu fór þó allt vel að lokum. Jei. Betri eru gleraugu á nefi en á dansgólfi, þó svo að nefið sé lítið.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Ég ætlaði að blogga í gær en þurfti að hætta við, vegna þess að ég komst að því að ég er ekki lengur með Paint í tölvunni (!!!). Efni bloggsins var slíkt að það var nauðsynlegt að hafa skýringarmynd með - en þar sem ég er ekki lengur með Paint þá gekk það ekki upp.

Ég lét strauja tölvuna í lok nóvember, en hef síðan þá látið allt Windows-stöffið og whatnot inn aftur. Allt nema Paint greinilega. Ekki vissi ég að Paint væri sérstök lúxus viðbót sem sérstaklega þyrfti að biðja um.

...

Við nánari eftirgrennslan sé ég að ég er ekki heldur með neina leiki. Ekkert Solitaire, enginn Minesweeper. Það er þó engin eftirsjá í þeim síðarnefnda, ég hef aldrei náð þeim leik. Verst er þó að missa internet Backgammon og internet Hearts.. og heí! Ég er heldur ekki með reiknivél! Ég hef greinilega fengið the unfun Windows version.

sunnudagur, janúar 13, 2008

Forsíða Morgunblaðsins í dag er mjög Séð og heyrt-leg, þykir mér. Stærsta fréttin er sú að Hulda Björnsdóttir er flutt til Kína og kennir þar ensku og dans. Hver er Hulda Björnsdóttir eiginlega, er það eitthvað sem maður á að vita? Var hún þekkt andlit á árunum 1984 - 1995? Ef svo er þá get ég kennt Danmerkurdvölinni um fávisku mína, eins og ég geri gjarnan til að bjarga andlitinu.

Þau hljóta að hafa ruglast í ríminu bara, fólkið í Hádegismóum. Þessi grein hlýtur að hafa átt að vera einhvers staðar á öftustu blaðsíðunum ásamt hinu fluffinu, ekki á miðri forsíðunni. Eftir því sem ég les textann oftar því fyndnara finnst mér þetta.


Kennir ensku og líka dans

Eftir 62 ár á Íslandi er Hulda Björnsdóttir flutt til hafnarborgarinnar Fuzhou í Kína þar sem hún hyggst búa til framtíðar og hafa lifibrauð af því að kenna ensku og dans.
Í samtali við Freystein Jóhannsson segir Hulda að eftir að hún horfði upp á móður sína verða aldraða á Íslandi hafi hún verið ákveðin í því að finna það ekki á eigin skrokki.
Sérstæð reynsla í kínverskudeild British Museum í London og skemmtilegt ferðalag til Kína beindu sjónum Huldu að Kína til frambúðar og þar á suðausturströndinni fann hún fyrirheitna landið í hafnarborginni Fuzhou.
Þar byggði hún sér hús og meðan það var í smíðum varð Hulda sér úti um réttindi til að kenna ensku og rifjaði upp dansinn, en hún kenndi dans í Reykjavík um árabil.
Nú er Hulda komin til Fuzhou. Þaðan sendi hún á föstudagsmorguninn tölvubréf: Komin heim.

laugardagur, desember 22, 2007

Ég var að kaupa mér spariskó. Það er merkilegur atburður vegna þess að það gerði ég síðast þegar ég var í 4. bekk MR. Það eru hvað, fimm eða sex ár síðan! Ég verð að viðurkenna að ég hlakka til að vera óvenjulega fín.

En já, ég er viss um að einhvers staðar í Reykjavík er hamingjusöm stelpa sem á og notar öll skópörin sem ég aldrei keypti.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Eftir tæpa fimm tíma geng ég út úr síðasta prófi annarinnar og verð þá aldeilis að halda vel á spöðunum ef ég ætla að ná að taka þátt í jólastressinu.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Ég var að horfa á endursýningu Glæpsins og í þætti kvöldsins var til umræðu bankareikningur sem Nanna Birk Larsen hafði stofnað í nafni bræðra sinna. Innistæðan var 11 þúsund danskar krónur sem verður að teljast dágóð summa, en í hvert sinn sem bankareikninginn bar á góma var upphæðin þýdd sem "11 þúsund krónur" í textanum neðst á skjánum. Fyrir vikið brenglaðist allt og viðbrögð móðurinnar virtust stórlega ýkt. Hversu mikið er hægt að velta sér upp úr því að dóttir manns eigi 11 þúsund kall inni á bankabók sem enginn vissi um?

Innistæða upp á hundraðogþrjátíu þúsund (tæplega) er aftur á móti allt annar handleggur. Mér finnst að þýðandinn hefði átt að líta aðeins upp frá textavélinni og rifja upp gengi krónunnar.

laugardagur, desember 15, 2007

Ferðalög kosta sitt og ferðasjóðurinn minn mætti vera digrari. Alveg mun digrari. Ég rembist við að vinna og rembist við að spara en þetta gengur frekar hægt eitthvað. Meðan ég rembist hugsa ég um fólkið sem mætir til Frímanns í þáttinn "Ertu skarpari en skólakrakki?" á Skjá Einum.

Ef ég væri ekki svona spéhrædd og ófús að gera mig að fífli í sjónvarpi þá myndi ég hiklaust fara í þennan þátt. Miðað við getu mína heima í stofu myndi ég að minnsta kosti komast upp í 200 þúsund kallinn og það yrði sannarlega mikil búbót. 200 þúsund kall eru svona 2000 veglegar asískar máltíðir eða gisting í 50 mánuði í kósý kofa á tælenskri strönd. Fyrir 200 þúsund gæti ég keypt mér rúmlega 13 japanska lestarpassa!

Málið er bara að maður er alltaf klárari heima í stofu en í stúdíóinu. Ég myndi því líklega flaska á fyrstu spurningunni eða eitthvað (spurningunni sem allir heima í stofu gátu svarað) og yrði að lýsa því yfir með skömmustusvip að ég er ekki skarpari en skólakrakki. Ég myndi örugglega aldrei aftur fara út á meðal fólks.

Frekar held ég áfram að rembast.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Loksins! Það sem allir hafa beðið eftir!

Hér er vefsíðu-stafrófið mitt. Ég veit ekki hversu marktækt það er samt, því það er rétt rúmlega hálfur mánuður síðan ég lét strauja tölvuna mína og ég hef ekki skoðað sérlega mikið klám síðan þá. Þetta virkar þannig að maður slær inn staf í vefstikunni (þar sem maður skrifar vefföng, heitir það ekki örugglega vefstika?) og koppípeístar þá slóð sem kemur fyrst. Ég tók mér það bessaleyfi að snyrta lengstu vefföngin (allt fyrir lúkkið), en setti hlekki í staðinn.

A - asdiseir.blogspot.com Að sjálfsögðu. Ég er svo sjálfhverf.
B - blogjob.com Uppáhalds bloggvaktin mín.
C - cgi.ebay.com Slóð á fínan satín svefnpoka sem Una benti mér á.
D - doddeh.cartland.net Þórður Gunnarsson.
E - elinloa.blogspot.com Elín Lóa Baldursdóttir.
F - facebook.com Því ég er jú að lesa undir próf.
G - google.com/reader Readerinn.
H - hi.is Skólinn.
I - is.wikipedia.org Heimspeki 17. aldar, leit á þetta hálftíma áður en ég fór í próf í gær. Í öðru sæti var heimspeki 18. aldar og René Descartes var í því þriðja. Mér gekk vel á prófinu held ég.
J - jp.dk Jyllands Posten
K - kaupthing.is Það er svo sniðug gjaldmiðilsreiknivél á forsíðunni.
L - lexis.hi.is Beygingarmyndir íslenskra orða.
M - mbl.is/mm/frettir Fréttir
N - nytimes.com/ref/travel Listi yfir 53 staði sem maður ætti að heimsækja árið 2008. Eins og staðan er í dag mun ég allavega ferðast til númer 1, 47 og 48 á næsta ári. Næs!
O - ordabok.is Ofsalega þægileg, mikið notuð.
P - perezhilton.com Slúður.
Q - ekkert
R - ryokan.or.jp Lúxus hótel í Japan. Það má láta sig dreyma.
S - stuna.blogspot.com Una Sighvatsdóttir.
T - tripadvisor.com Tokyo Inernational Youth Hostel. Það er nauðsynlegt að vera raunsæ.
U - ugla.hi.is Elsku Uglan.
V - valinkunnurandansmadur.wordpress.com Önundur Páll Ragnarsson.
W - wikipedia.org Vikkípedía. Hvar værum við án hennar?
X - xkcd.com Fyndið.
Y - youtube.com Líka fyndið.
Z - ekkert.

Mamma gaf mér kassa af Mellalia klementínum (ekki mandarínum) frá Marokkó. Ég er ekki viss, en ég held að hann hafi verið keyptur í Fjarðarkaupum. Klementínurnar voru 40 talsins og eru þær minni en Robin mandarínurnar og með þynnra hýði. Þær bragðast mjög vel og eru steinlausar. Þar að auki eykur það ánægju mína umtalsvert að sumar þeirra skuli enn vera með laufblað á sér.

Ég hef ekkert annað að blogga um en sítrus-ávexti.

mánudagur, desember 10, 2007

2007 maður, rosalegt.

Sem ég slæ á lyklaborðið birtast orðin sem ég skrifa á skjámynd forritsins OneNote. Svo sverti ég textann og hægrismelli, vel möguleikann Blog this - og vúptí: orðin þeysast úr OneNote yfir í Word. Nú er ekkert eftir nema að ýta á Publish takkann, sem er beint fyrir neðan hinn furðulega Office button sem ég var lengi að meðtaka, og daddarra: allt hafurtaskið birtist sem færsla á Hljóðs bið ég allar kindir. Já! 2007 maður, rosalegt.

Uppfært: Þetta er skrifað í Blogger. Svo virðist sem línubilin verði óeðlilega stór þegar póstað er gegnum OneNote/Word. Ég fór því inn í Blogger og lagaði þetta. Útlitið verður að vera í lagi. Lotning mín fyrir tækninni hefur minnkað pínu.